| 
	
	  
 
  
Staðsetning og opnunartími áfengisveitingastaða
Reykjavík, 26 nóvember 2009
 
Júlíus Vífill Ingvarsson 
Formaður stýrihóps um endurskoðun á staðsetningu og 
afgreiðslutíma áfengisveitingastaða í Reykjavík 
Ráðhúsinu við Tjörnina  
101 Reykjavík
  
Eftirfarandi tillaga Íbúasamtaka miðborgar um staðsetningu og afgreiðslutíma áfengisveitingastaða í miðborg Reykjavíkur, var samþykkt á aðalfundi samtakanna þann 25.11. sl.
 
- 	Lokunartími allra veitingastaða í miðborginn verði til kl. 3.00 aðfaranótt laugardaga og sunnudaga.
 - 	Hálftíma taki að koma fólki út.
 - 	Skilgreint verði síðan hvaða staðir séu næturklúbbar og þeim fundnir viðeigandi staðir fjarri íbúabyggð enda geti þeir verið opnir lengur.
 - 	Tryggt sé að hávaði frá veitingastöðum í miðborginni sé í lágmarki þannig að íbúar hafi svefnfrið t.d. skv. 4. gr. lögreglusamþykktar.
 - 	Við endurskoðun aðalskipulags sem nú stendur og þar með endurskoðun á Þróunaráætlun miðborgar frá árinu 2000 verði endurskoðaðar allar reglur um veitingastaði þannig að íbúabyggð og veitingahús geti farið saman án þess að gengið sé freklega á rétt íbúa eins og nú er.
  
Virðingarfyllst
 
fh. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar 
Magnús Skúlason formaður
 
Afrit sent: Borgarráði 
Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins
 
Tilbaka
 
 | 
 
  
 
Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni
 
 |