ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Laugavegur, göngugata

Reykjavík, 25. maí 2011

Umhverfis-og samgönguráð
Borgartúni 12-14
105 Reykjavík

Málefni: Laugavegur, göngugata

Á fundi stjórnar Íbúasamtaka miðborgar þann 24. maí 2011 var ofangreint málefni rætt og eftirfarandi samþykkt gerð:

Stjórn Íbúasamtökanna telja jákvætt að minnka umferð bíla í miðborginni og því rétt að gerð sé tímabundin tilraun sem þessi, en með nokkrum fyrirvörum og ábendingum þó.

  1. Mikilvægt er að á tilraunatímanum fari fram mat á árangri þannig að kostir og gallar komi skýrt fram. M.a. áhrif á umferð um nálægar götur, áhrif á verslun og líðan íbúa og vegfarenda.
  2. Þá er gerð athugasemd við að íbúum hafa ekki verið kynntar tillögurnar í upphafi vegna þess að við Laugaveginn býr fólk sem þarf aðgang að húsum sínum. En tryggja þarf aðgengi íbúanna betur en fram kemur í tillögubæklingi.
  3. Íbúar hafa áhyggjur af því að aukið rými fyrir fótgengendur að næturlagi um helgar muni auka á fjölda drukkins skara fólks, vandi sem er ærinn fyrir. Spurning er því hvort rétt sé að hleypa bílaumferð um götuna eftir miðnætti til næsta morguns. Sú hugmynd er einungis sett fram vegna þess ófremdarástands sem fyrir er, en væri við eðlilegar aðstæður ekki raunhæf.
  4. Mikilvægt er að efla löggæslu gangandi eða hjólandi lögreglu þegar lögreglubílar aka ekki um götuna.
  5. Götunni verði því ekki lokað með föstum blómakerjum heldur einhvers konar hliði sem íbúar kæmust um ásamt slökkviliði og lögreglu, en slíkar lokanir eru velþekktar víða um heim.

Virðingarfyllst

fh. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar
Magnús Skúlason formaður

Afrit: Borgarstjóri
Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins
Fjölmiðlar
Hverfisráð Miðborgar


Reykjavík, 15. ágúst 2011

Umhverfis-og samgönguráð
Borgartúni 12-14
105 Reykjavík

Málefni: Laugavegur, göngugata

Á fundi stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar þann 9. ágúst sl. var lýst yfir ánægju með lokun Laugavegar fyrir bílaumferð nú í sumar og er hvatt til þess að haldið verði áfram á sömu braut sem fyrst.

Eigi að síður er minnt á mikilvægi þess að metinn sé árangur aðgerðarinnar þannig að kostir og gallar komi skýrt fram. M.a. áhrif á umferð um nálægar götur, áhrif á verslun og líðan íbúa og vegfarenda sbr. 1. lið í bréfi stjórnar Íbúasamtakanna frá 25. maí sl.

Virðingarfyllst

fh. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar
Magnús Skúlason formaður

Afrit: Borgarstjóri
Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins
Fjölmiðlar
Hverfisráð Miðborgar
Skipulagsráð
Borgin okkar

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is