| 
	
	  
 
  
Ábending um biðskýli á safnstæðum
Heill og sæll borgarstjóri 
 
  Á fundi stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur þann 16.  september s.l var rætt um þær takmarkanir sem gerðar hafa verið á umferð  fólksflutningabíla í miðborginni. Almenn ánægja er með þetta nýja fyrirkomulag en  íbúar við ýmsar götur s.s. Hverfisgötu og Njarðargötu finna þó fyrir auknu  álagi. Þeir kvarta einnig yfir því að rútufyrirtækin virði ekki tilmæli um eina  aksturstefnu. 
 
  Nú er vetur að ganga í garð og á fundinum komu fram áhyggjur  um að ekki sé nógu vel búið að ferðamönnunum á safnstæðunum þegar veður fara að  gerast válynd. Þar eru engin biðskýli þar sem þeir geta leitað skjóls og er það  mjög bagalegt. Stjórn ÍMR skorar a borgarstjóra að beita sér fyrir því að koma  upp biðskýlum við safnstæðin því slík afdrep eru forsenda þess að þessi tilraun  geti heppnast. Að fenginni reynslu af takmörkunum á umferð fólksflutningabíla er  enginn vilji hjá íbúum miðborgarinnar til að hverfa aftur til þess ástands sem  var áður en þær tóku gildi. 
 
  Kær kveðja 
  Benóný  Ægisson  
  Formaður ÍMR 
Samrit sent  borgarfulltrúum, Samtökum aðila í ferðaþjónustu og fjölmiðlum 
Tilbaka 
 | 
 
  
 
Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni
 
 |