ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Flutningur Þjónustumiðstöðvar Miðborgar-og Hlíða

Reykjavík, 10. mars 2010.

B.t. Huldu Dóru Styrmisdóttur
Ráðhúsi við Tjörnina
101 Reykjavík

Mál: Samþykkt stjórnar Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur um flutning Þjónustumiðstöðvar Miðborgar-og Hlíða í Höfðatorg.

Á fundi stjórnar Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur þann 8.mars sl. var fjallað um ofangreint mál.

Eftirfarandi samþykkt var gerð:

Stjórn Íbúasamtakanna telur að staðsetning Hverfismiðstöðvar skipti verulegu máli og beri að vera miðsvæðis á viðkomandi svæði. Varað er við þeim hugmyndum að flytja Hverfismiðstöðina út úr hverfunum þ.e. í Höfðatorg. Þar er aðkoma viðskiptavina stöðvarinnar sérlega erfið en hún yrði þar aðgangsstýrð eins og önnur starfsemi í húsinu með aðgengisvegabréfum til að komast á efri hæðir hússins þar sem starfseminni er ætlað rými.

Leitast þarf því við að finna starfseminni húsnæði við hæfi innan hverfisins.

Virðingarfyllst

Magnús Skúlason
formaður

Afrit: Sigtryggur Jónsson c/o Þjónustumiðstöð Miðborgar- og Hlíða.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is