ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Góðir grannar

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur efndu til málþings um nábýlið í miðborginni laugardaginn 4. mars í Spennistöðinni – félags- og menningarmiðstöð miðborgarinnar. Miðborg Reykjavíkur er þéttsetnasta svæði landsins og markmið málþingsins var að gera sambýlið þar auðveldara, öruggara og skemmtilegra.

Í Miðborginni búa á níunda þúsund íbúar, þar er miðstöð stjórnsýslu í landinu og mikil atvinnustarfsemi. Þar er fjöldi menningarstofnana og veitingastaða, fjörugt næturlíf og á hverri nóttu gista þar ferðamenn úr öðrum löndum, álfum og landshlutum sem eru tvöfalt fleiri en íbúarnir. Það er einmitt þessi fjölbreytni sem gerir miðborgina að eftirsóttum stað til að búa á en auðvitað er alltaf hætta á núningi þar sem margvíslegir og mismunandi hagsmunir fara saman. Því hafa Íbúasamtökin staðið fyrir málþingum veturinn 2016-17 sem hafa þann tilgang að bæta hverfið og leita lausna á ýmsum vandamálum sem upp hafa komið. Góðir grannar eru þriðja málþing vetrarins en á þeim fyrri var fjallað um sambýlið við ferðaþjónustuna og aðstöðu barna og unglinga í hverfinu.

Fundarstjóri málþingsins er Viðar Eggertsson en en málþingið skiptist í þrjá hluta, Hver er réttur okkar?, Bætum umhverfið! og Gerum eitthvað skemmtilegt! Eftir hvern hluta voru pallborðsumræður.

Dagskrá:

Hver er réttur okkar?

Nágrannaréttur - Bryndís Héðinsdóttir
Bryndís Héðinsdóttir lögmaður hjá Húseigendafélaginu fjallaði um grenndar- og nágrannarétt og svaraði spurningum málþingsgesta.

Meira

Bætum umhverfið!

Afbrot í miðborginni - Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Jóhann Karl Þórisson
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn fjölluðu um skipulag löggæslu og afbrot í miðborginni

Glærusýning Jóhanns Karls

Viðbrögð við veggjakroti - Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir verkefnisstjóri á umhverfis- og skipulagssviði fjallaði um veggjakrot og varnir við því. Til að vinna á veggjakroti er það samvinna milli borgarbúa, Reykjavíkurborgar og lögreglunnar sem er lykilatriðið.

Meira

Nágrannavarsla - Benóný Ægisson
Benóný Ægisson formaður ÍMR jallaði um nágrannavörslu en nágrannavarsla er það þegar íbúar í götu eða hverfishluta taka sig saman um að gæta að heimilum og eignum sínum og nágrannanna. Virk nágrannavarsla getur fækkað skemmdum á eignum íbúanna, innbrotum, þjófnaði og skemmdarverkum. Íbúar í tiltekinni götu eða hverfishluta geta fengið aðstoð í þjónustumiðstöð hverfisins við að koma á nágrannavörslu og í miðborginni er það Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sinnir því verkefni. Netfang hans er hordur.heidar.gudbjornsson@reykjavik.is en síminn er 411 1700. Tryggingafélagið Sjóvá hefur gefið út handbók um nágrannavörslu en þar er farið yfir það skref fyrir skref hvernig á að efna til nágrannavörslu auk þess sem gátlistar fylgja handbókinni.

Glærusýning um nágrannavörslu
Handbók Sjóvá um nágrannavörslu

Hverfisgöngur - Benóný Ægisson
Hverfisgöngur eru aðferð til að leita samráðs við íbúa eða þá sem eru starfandi í ákveðnu hverfi um hvernig þeir upplifi nærumhverfið, t.d. með tilliti til öryggis, útiveru, aðgengi að þjónustu o.sv.frv. Þátttakendur geta verið íbúar, kjörnir fulltrúar, starfsfólk sveitarfélags á umhverfissviði og aðrir sem bera ábyrgð á hvernig nærumhverfið lítur út. Það felur í sér að fólk gengur saman um hverfið, eftir fyrirfram ákveðinni leið, og skoðar hvernig umhverfið lítur út með tilliti til öryggis og lífsgæða og ræðir hvaða úrbóta sé þörf.

Glærusýning um hverfisgöngurnar Gengið til góðs

Gerum eitthvað skemmtilegt!
Í síðasta hluta málþingsins sögðu ýmsir reynsluboltar frá götu- og hverfishátíðum

Skrall í Skaftahlíð -Stefán Halldórsson
Skrall í Skaftahlíð er samstarfsverkefni íbúa við Skaftahlíð. Efnt hefur verið til götumarkaðar eftir hádegi á Menningarnótt undanfarin þrjú ár, 2014-2016, þar sem íbúar hafa selt kompudót, annan varning og veitingar, og einnig hafa íbúar í nágrenninu og lengra að komnir tekið þátt. Í glærunum er lýst hvernig Skrallið varð til og sýndar margar myndir frá liðnum árum. Farið er yfir lykilþætti í undirbúningi og framkvæmd (sem geta nýst öðrum sem leiðbeiningar um framkvæmd hverfishátíða) og einnig er fjallað um það sem hefur tekist vel eða miður.

Glærusýning um Skrall í Skaftahlíð

Norðurmýrarhátíð - Margrét M Norðdahl

Grettisgötuhátíð - Gunnar B. Ólason

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is