ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Bréf til Björgólfs Thors

Björgólfur Thor Björgólfsson
Fríkirkjuvegi 11
101 Reykjavík

Reykjavík 10. ágúst 2016

Heill og sæll Björgólfur

Á fundi stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur þann 4. ágúst sl. var fjallað um eign þína Fríkirkjuveg 11 og var mikil ánægja á fundinum með þær endurbætur og viðgerðir sem þú hefur látið gera á húsinu.

Hinsvegar komu fram nokkrar áhyggjur af því hvað yrði um hestagerðið fyrir austan húsið sem verið hefur leiksvæði barna hverfisins um áratuga skeið og var á tímabili eini sparkvöllur miðbæjarins. Stjórnin vill að þessi hluti Hallargarðsins verði áfram leiksvæði barna og vonar að þú deilir þeirri skoðun með henni.

Verði það ofaná að hestagerðið verði áfram leiksvæði er stjórn Íbúasamtakanna reiðubúin til að veita alla þá aðstoð sem í hennar valdi stendur til að gera svæðið svo úr garði að sómi sé að.

Kær kveðja

F.h. Íbúasamtaka Miðborgar
Benóný Ægisson formaður

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is