Myndin er af vatnsbera að sækja vatn í Ingólfsbrunn í Aðalstræti um aldamótin 1900.
Takið eftir opna skólpræsinu við hlið brunnsins. Húsið lengst til vinstri er Fjalakötturinn
sem rifinn var á níunda áratugnum, hægra megin við hann er húsið sem vék fyrir
Morgunblaðshúsinu og síðan kemur Duusverslun (Höfuðborgarstofa). Fyrir enda götunnar er
Bryggjuhúsið (Kaffi Reykjavík).