ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 2008 (dagsetningu vantar)

Fundur Íbúasamtaka Miðborgar

Mættir: Sigtryggur Magnason, Kári Halldór, Magnús Skúlason, Hlín Gunnarsdóttir, Kristinn Jóhannesson, Eva María Jónsdóttir, Gylfi Kristinnsson (mættur 8.35).

Kári víkur af fundi 8.50.

Fjarverandi: Fríða Björk Ingvadóttir, Ólafur Egill Egilsson, Eyrún Magnúsdóttir.

1. Stjórn skiptir með sér verkum:

Gjaldkeri: Hlín Gunnarsdóttir

Ritari: Sigtryggur Magnason.

Hlín er falið að ná í kennitölu og stofna reikning fyrir Íbúasamtök Miðborgar.

2. Þann 3. maí n.k. er íbúaþing.

Ath. Hvort einhver geti komið á fund stjórnar til að kynna íbúaþingið og gera grein f. hvernig þátttöku íbúasamtaka Miðborgar verði háttað og hvernig íbúasamtökin geta sem best nýtt þingið til að koma sínum hagsmunamálum áfram. Eva gerir það.

3.

Magnús: Vill setja stopp á framkvæmdir og setja á “Hverfisvernd”.

Kári Halldór vill að þetta verði ályktun fundarins í dag.

Deiluskipulag veitir ekki byggingarétt. Maður veðsetur ekki byggingarrétt eða deiliskipulag. Aðalskipulag og Deiliskipulag eru áætlanir en ekki kvaðir.

Sammælst um að Íbúasamtökin verði ekki eins málefnis kverúlantahópur. Sérstaða í okkar hverfi er mikil og því er hverfisverndin forgangsatriði fyrir okkur að leggja fram á Hverfisráðsfundum. Og endurskoðun á öllum skipulagstillögum. Jákvætt talið að vinna með Vesturbæjarsamtökunum. (Tala við Gísla Þór Sigurþórsson, formann íbúasamtaka Vesturbæjar).

4. 8-9. maí er hreinsunarátak fyrirhugað.

Rædd hugmynd um að íbúasamtök reyni að ná samningi um hagstæð málningarkaup fyrir íbúa miðborgarinnar, vegna sérstöðu hverfisins, sem tekur á móti fleiri gestum en önnur og þarf að vera sómasamlega útlítandi.

Sigtryggur og Magnús fara í að skoða hvernig við fáum fyrirtæki til að gefa málningu.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Skólavörðustígnum um 1900. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is