ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 22. desember 2008

Þann 22. desember 2008 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn í Félagsmiðstöðinni að Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Fundurinn hófst kl. 17.00.

Mætt eru: Benóný, Magnús, Kristinn og Lilja. Auk þess mættur Gísli Þór Sigurþórsson f.h. Íbúasamtaka Vesturbæjar.

Á fundinum gerðist eftirfarandi:

1. Skipulag Slippareitsins. Magnús segir frá hugmyndum um hótelbyggingu á svæðinu, sýnir teikningar og yfirlitsmynd af samþykktu deiliskipulagi svæðisins. Ákveðið hafði verið áður að senda skipulagsyfirvöldum bréf með áskorun um að Slippasvæðið verði haft með í fyrirhugaðri samkeppni um svæðin vestan Tónlistarhúss. Lagt er fram bréf sem Magnús og Gísli Þór hafa skrifað vegna málsins, ákveðið er að Magnús sendi stjórn bréfið til yfirlestrar og að bréfinu verið komið til skila í byrjun janúar. Ákveðið er að Gísli Þór mæti á næsta fund þann 5. janúar og kynni í kjölfarið málið fyrir Íbúasamtökum Vesturbæjar. Að þessu loknu víkur Gísli Þór af fundi.

2. Heimasíða og tölvupóstfang Íbúasamtakanna. Rætt er um hnökra á heimasíðunni, Lilja ætlar að athuga málið. Rætt er um tölvupóstfang samtakanna og hvernig póstur kemst til skila á stjórn, nokkuð sem þarf einnig að athuga.

3. Umræður um ýmis mál.

Rætt er um snjómokstur, söltun gatna og sand. Ljóst er að margar götur eru vanræktar við mokstur og gangstéttar oft ógreiðfærar. Einnig er gatnaþrifum á sumrin ábótavant. Kristinn segir frá fyrirkomulagi í New York þar sem merkt er með skilti hvenær vikunnar þrif á götu fara fram svo fólk geti lagt annarsstaðar á meðan og ruslabílum með snjómoksturs útbúnaði.

Rætt er um hávaða og sóðaskap í miðborginni um helgar. Stungið er upp á því að funda með kráareigendum eða stofna samstarfshóp Íbúasamataka með hagsmunaaðilum kráareigenda og verslunareigenda til að ræða málin frekar. Málið verður rætt frekar síðar.

Fundi var slitið kl. 18.07.

Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Skólavörðustígnum um 1900. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is