ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 22. apríl 2008

Fundur stjórnar Íbúasamtaka miðborgarinnar. 22. apríl 2008.

Mættir: Sigtryggur Magnason, Kári Halldór, Kristinn Jóhannesson, Eva María Jónsdóttir, Hlín Gunnarsdóttir og Eyrún Magnúsdóttir. Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar miðborgar og Hlíða er gestur fundarins.

1. Sigtryggur Jónsson kynnir verkefnið 1, 2 og Reykjavík og samráðsfundi borgarstjóra og íbúa miðborgarinnar sem stendur fyrir dyrum.Lýsir vefsíðunni 1, 2 og Reykjavík. Einnig sýndi hann lýðfræðilegar upplýsingar um miðborgina. Sigtryggur Jónsson sagði frá samráðsfundi borgarstjóra og íbúa miðborgarinnar. Fór yfir mögulegt fyrirkomulag fundarins og benti á tillögurétt íbúa. Rætt var um hvað Íbúasamtökin ættu að leggja áherslu á á fundinum. Niðurstaðan sú að leggja alla áherslu á hverfisvernd fyrir miðborgina. Ákveðið að kynna sér betur þau gögn, reglugerðir og lög sem lúta að hverfisvernd. Kári Halldór leggur til að íbúasamtökin verði með sérstakan bás á fundinum þar sem fólk geti fengið upplýsingar og gefið upplýsingar.

2. Umræður um kynningarmál íbúasamtakanna. Ákveðið að leggja í útgáfu ritlings sem dreift yrði í hús í miðborginni og falast eftir fjármagni frá Hverfisráði. Einnig kom upp hugmynd um að ræða við útgefanda Vesturbæjarblaðsins. Kári Halldór tekur það að sér. Ritlingurinn þyrfti að berast í hús í kringum 2. maí. Eyrún Magnúsdóttir tekur að sé að kanna með dreifingarmöguleika. Umfjöllunarefni í ritlingnum sem Eva María er ábyrgðarmaður fyrir og kallar eftir efni í, verður um hreinsunarátakið, kröfuna um hverfisvernd auk þess sem hvatt verður til þess að fólk starfi með samtökunum.

3. Vefsíðumál. Kristinn leitar eftir upplýsingum um kostnað við uppsetnigu vefsíðunnar midbaerinn.is.

4. Hlín reifar stöðuna á kennitölu íbúasamtakanna. Undirskrift stjórnarmanna vantaði. Stjórnarmenn skrifa undir og er búist við að kennitala liggi fyrir í lok vikunnar.

5. Rætt um ályktun íbúasamtakanna um hverfisvernd. Funda þurfi sérstaklega um hana fyrir fundinn 3. maí. Fara þurfi yfir þau gögn sem liggja fyrir um þróunaráætlun miðborgar.

6. Ályktun um Hallargarðinn við Fríkirkjuveg 11 lögð fram og samþykkt. Ályktunin er eftirfarandi:

Íbúasamtökin taka undir kröfu Hollvina Hallargarðsins um að aðgangur að Hallargarðinum verði áfram óskertur. Samtökin leggja áherslu á að sögulegum minjum verði viðhaldið, í þessu tilfelli sem öðrum. Ennfremur beina Íbúasamtökin því til hlutaðeigandi að vinna saman að góðri og lýðræðislegri niðurstöðu sem er öllum til sóma.

7. Rætt um Skólavörðustíginn og þær framkvæmdir sem standa yfir þar. Rætt um kröfu rekstraraðila við ofanverðan Skólavörðustíg um að gatan yrði gerð að einstefnugötu en þeirri kröfu var hafnað af skipulagsyfirvöldum. Ályktun um Skólavörðustíg borin upp og samþykkt:

Íbúasamtök miðborgar telja grundvallaratriði að Skólavörðustígurinn sé skipulagður út frá gangandi vegfarendum. Skólavörðustígurinn er ein fegursta gata í Reykjavík með mikla umferð gangandi vegfarenda, bæði íbúa og erlendra ferðamanna. Með endurgerð Skólavörðustígsins nú gefst einstakt tækifæri til að fylgja eftir hugmyndum „Grænu skrefanna“ um að leggja áherslu á aðra valkosti en bíla í samgöngum.

8. Rætt um 10. maí þegar hreinsunarátak í miðborginni á að fara fram. Rætt um hvað hægt sé að gera fyrir íbúana og með íbúunum.

9. Sigtryggur M. segir frá stöðu samræðna við Húsasmiðjuna varðandi það að styrkja samtökin í hreinsunarátaki miðborgarinnar.

Fundi slitið.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Skólavörðustígnum um 1900. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is