ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 21. júní 2010

Stjórnarfundur Íbúasamtaka Miðborgar, haldinn að Skúlagötu 1, kl 17:15

1- Tekið fyrir bréf frá nágrönnum vegna Bar 11. Halla lýsir jafnframt sinni reynslu og segir að samkvæmt gögnum borgarráðs hafi staðurinn hafið rekstur án tilskilinna leyfa. Lögreglan veitti bráðabigðaleyfi, sem telst furulegt þ.e. slík leyfi eru aðeins veitt þegar um er að ræða endurnýjun á leyfi. Spurning er hvort Byggingarfulltrúi hafi veitt leyfið til þess að bjarga lögreglunni, og spurning hvort þessi leyfisveiting standist skoðun Bar 11 er "harður staður".

2- Erindi frá Borgarstjóra þar sem óskað er eftir áliti stjórnar íbúasamtakanna við Greinagerð stýrihóps um staðsetningu og opnunartíma áfengisveitingastaða.

Formaður sendir svarbréf og mun jafnframt óska eftir fundi með Borgarstjóra.

Stórn íbúasamtakanna hefur einnig fjallað um bréf frá Hildi Hákon og Pálínu Jónsdóttur og ákveðið að senda það áfram sem fylgiskjal við svari stjórnar til borgarráðs.

3- Íbúasamtökin á Facebook, ákveðið að skoða þennan möguleika til að efla beint samráð við íbúa miðborgarinnar. Halla og Benóní munu skoða þennan möguleika betur.

4-Yfirlýstur vilji nýs meirihluta í borgarstjórn er að efling hverfisráðanna. Stórnin er ánægð með þessa viljayfirlýsingu og bíður þess að fá nánari fréttir.

Ekki voru fleiri mál á dagskrá og fundi slitið kl. 18:30

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is