ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 19. apríl 2010

Þann 19.apríl kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar saman til fundar á Klapparstíg 1a og hófst fundurinn kl. 17.00. Magnús Skúlason ritaði fundargerð.

1. Gjaldskylda bílastæða í miðboginni. Einhliða breytingar sem fela í sér gjaldskyldu við íbúagötur, án samráðs við íbúa eru ámælisverðar. Fyrirhugaður fundur með fulltrúa Bílastðissjóð. Samþykkt að Benóný fari ásamt Magnúsi á fund Hverfisráðs þar sem Kolbrún, forstjóri Bílastæðissjóðs mun verða fyrir svörum.

Meðfylgjandi eru nokkrir umræðupunktar.

a- Fyrsta íbúakort á kostnaðarverði.
b- Annað íbúakort sömu fjölskyldu fyrir hærra gjald.
c- Hólfaskipting verði leiðrétt, skoðuð í samráði við Íbúasamtökin.
d- Nýting bílastæðahúsa. Nauðsynlegt að kanna núverandi nýtingu.
e- Gjaldtaka á öllu svæðinu til að gæta jafnræðis.

2. Hvernig miðar okkar baráttumálum. Samþykt að skrifa opið bréf til Borgarstjóra, varðandi opnunartíma skemmtistaða o.fl.

Fundi slitið.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is