ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 8. desember 2008

Þann 8. desember 2008 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn í Félagsmiðstöðinni að Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Fundurinn hófst kl. 17.00.

Mætt eru: Gylfi, Benóný, Ólafur, Kári Halldór, Magnús, Kristinn, Hlín og Lilja.

Á fundinum gerðist eftirfarandi:

1. Nýju bílastæðakortin. Stuttlega rætt um nýju bílastæðakortin. Kristinn og Benóný hafa haft samband við Bílastæðasjóð en vonast til að fá betri svör og gera þá grein fyrir þeim síðar.

2. Magnús segir frá fundi með hverfisráði. Rætt er um fjárhagsáætlun og vonast er til að sömu styrkir verði veittir á næsta ári. Magnús ætlar að senda öllum í stjórn fylgibréf sem afhent var með undirskriftalista gegn fyrirhugaðri byggingu LHÍ á Frakkastígsreit.

3. Vefsíðan. Ákveðið er að bæta við vefsíðuna nokkrum atriðum: auglýsingum, linkum, ábendingaglugga, smáuglýsingum, fréttum úr fjölmiðlum og tossalista með hverfisvá. Talað er um að setja inn auglýsingar og selja þær með mánaðaráskrift en helst til lengri tíma í senn. Flestir geta tekið að sér einhverja milligöngu um auglýsingasölu, einhverjir taka að sér að skanna inn greinar úr blöðum og stungið er uppá linkum á vefsíðuna. Þá er rætt að gott væri ef Íbúasamtök miðborgar fengju sína vefsíðu inn í linka hjá skildum aðilum og Magnús ætlar að athuga hvort síðan sé komin í linka hjá Reykjavíkurborg. Lilja ætlar að bæta þessum hlutum smám saman inn á vefsíðuna á næstunni.

4. Uppbygging og endurbætur í kreppu, auð hús og lóðir. Rætt eru um hvert stefnir í uppbyggingu og endurbótum í ljósi efnahagsvandans. Rætt er hvernig auðvelda mætti fólki viðhald og endurbætur, gjarnan mætti endurgreiða fólki allan vsk af slíkum framkvæmdum. Rætt er um auð hús og hvernig má nýta þau svo þau drabbist ekki niður, ákveðið að skrifa samþykkt um það efni fljótlega. Benóný sagði frá skemmtilegu átaki sem hann stóð fyrir, sem hafði þann tilgang að glæða auðar lóðir lífi og skreyta húsgafla. Benóný sagði frá hvernig færa má plöntur, leiktæki fyrir börn og annað slíkt inn á auð svæði og fjarlægja þessa hluti jafnauðveldlega síðar ef byggja á eitthvað annað. Rætt er um að koma á fundi með Slökkviliðsstjóra og setja saman tossalista um hverfisvá. Á listanum yrðu þá bæði atriði sem væri búið að bæta úr og atriði sem liggja fyrir. Nokkrir eru tilbúnir að fara á stjá með myndavélar og taka myndir fyrir þennan verkefnalista.

5. Vinnuhópar og tengiliðir. Ákveðið er að það þurfi að koma þessum hópum í gang, Kristinn ætlar að taka saman listann.

6. Umræður um ýmis mál. Rætt eru um að æskilegt væri að koma á fundi með félaginu Miðborg Reykjavíkur eftir áramót.

Rætt er stuttlega um hugmynd Hlínar, þar sem fólk í hverfinu kynnir sér sögu húss síns og gæti búið til kynningarspjöld eða gert eitthvað sniðugt fyrir t.d. menningarnótt. Markmiðið væri að fólk kynnti sér betur húsið sitt eða hverfið og miðlaði þeirri þekkingu.

Fundi var slitið kl. 18.20.

Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Skólavörðustígnum um 1900. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is