ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 7. apríl 2008

Mættir: Kári Halldór, Hlín Pétursdóttir, Gylfi Kristinsson, Eva María Jónsdóttir, Kristinn Jóhannsson, Egill Ólafsson (fulltrúi Ólafs Egils Egilssonar), Eyrún Magnúsdóttir, Fríða Björk Ingvarsdóttir.

Að selja deiliskipulag. Er það löglegt? Dæmi á Þórsgötu núna. Verð f. verktaka. Að efnahagsgera deiliskipulag, sem er áætlun. Áhættufjárfestingar. Byggingarréttur er ekki deiliskipulag. Að búa til efnahag útúr engu. Þarf að kippa öllu deiliskipulagi úr liðnum og byrja uppá nýtt. Sömu rök gilda ekki fyrir íbúa og þá sem kaupa lóðir í Miðborg. Fasteignasalar mega selja útsýnisgæði en við megum ekki taka pening fyrir rýrð útsýnisgæði. Sveitarfélögunum ber að tryggja réttaröryggi. Á því er misbrestur og því verða íbúar að koma okkar kröfum á framfæri. Á næsta fundi þarf að semja ályktun.

ER hægt að koma x húsum í miðborg í gott stand innan x ára? Þarf að stórefla sjóðina, sem hjálpa fólki með ytra byrði húsa. Í KBH borga menn ekki fasteignagjöld á meðan að verið er að koma húsinu í samt lag. Þessi tillaga gætu íbúasamtök lagt til við Borgaryfirvöld.

Þegar íbúasamtökin geysast fram með fjórblöðungi, með upplýsingum, greinum, hvatningum um að gera upp húsin og þá kynnum við átakið. Setja fram

einhverja forgangsröð sem íbúasamtökin geta sameinast um. Auglýsum eftir fólki sem er áhugasamt um taka þátt í málefnastarfi Íbúasamtakanna. Lýsum eftir lögfræðingi sem getur unnið með okkur.

Kristinn opnar síðu fyrir næsta fund. Miðborgin.is. Finna út hver vill hýsa síðuna fyrir lítinn sem engann pening.

Hvernig er hægt að uppræta tengsl verktaka og pólitíkusa? Hafa pólitíkusarnir búið til þetta umhverfi og verktakadekur. Okkar fulltrúar pólitíkusarnir eiga að verja okkar hagsmuni en taka um leið við peningum sem vega að hagsmunum íbúanna. Í borgum erlendis er buffer, sem tekur faglegar ákvarðanir útfrá. Leggjum til að stjórnsýslunni sé breytt, þannig að skilið sé á milli þessara tveggja hlutverka.

Er nægileg vernd á hverfinu okkar með þeim lögum sem nú eru í gildi? Markmið íbúasamtakanna hlýtur að vera að búa til borg, sem er skipulögð þannig að ekki sé endalaust gengið á rétt þeirra sem í henni búa. Gera íbúum grein fyrir því hvaða reglugerðir og lög séu virk.

Kristinn: Við ættum að þrýsta á um að farið verði eftir þeirri vernd sem er á miðborginni skv. Þróunaráætlun Miðborgarinnar. Kári Halldór trúir ekki á að það dugi. Eina sem dugir á borgina eru lögin. Segir þurfa umboðsmann skipulagsmála. Spurning um að stinga uppá umboðsmanni Miðborgarinnar?

Kristinn stingur uppá að settur verði á laggirnar sjóður, sem borgarar gætu sótt í til að láta gera skipulagstillögur. Minnir á að hlutfall af skipulagsgjaldi, sem er hugmynd Gests frá því á stofnfundinum.

Eyrún: Listar yfir hús sem standa auð. Skipulagssjóður á mikið af eignum í miðborginni, sem ekki hefur verið haldið við. Skýrir hvers vegna borgin er ekki æst í að ráðast gegn öðrum eigendum. Skipulagssjóður hefur ekki verið til fyrirmyndar. Íbúasamtök ættu að kanna það og skora á borgina að hafa það í lagi.

Gylfi Kristinsson: Virðist sem skipulagsyfirvöld vinni eftir lögum sem eru ekki lengur í gildi. Við ættum að koma því til leiðar að menn fari að vinna eftir gildandi lögum. Gildandi lög bjóða uppá ýmsar leiðir til að hafa áhrif, gera tillögur og að virk samvinna sé sett á milli yfirvalda og íbúa.

Ófrágengin lóð við Þjóðleikhúsið. Gæti ekki liðist í öðrum hverfum.

Varðandi deiliskipulag: Við íbúarnir eigum tillögu og sjónarmiðarétt, ekki athugasemdarétt. Þeir sem gera deiliskipulag eiga að vinna samanburðartillögur. 4. mgr 9. gr. skipulagslaganna. Ef borgin er að gera deiliskipulagsvinnu, þá eiga íbúarnir rétt á að láta vinna alternative tillögu.

Eyrún kynnir tillögur kvenna við laugaveginn undir yfirskriftinni: Vor í Miðborginni.

Egill: Íbúasamtök beiti sér fyrir því að þrýstingur á stjórnvöld valdi því að húseignir í miðborg verði settar í gott stand, fullkomið stand.

Eyrún: höfum við nógu góða mynd af því hvað íbúum í miðborg finnst um miðborgina, hverfið sitt? Ath. Grafa upp könnun Capacent. Safna upplýsingum. Til að vita hvernig við mörkum okkur stefnu.

Hlín: Fasteignamat ríkisins getur unnið statistík f. okkur t.d. um hvað búa margir og hvað eiga margir. Hverfisráð Miðborgar og hlíða ætti að finna þessar upplýsingar f. okkur.

Næstu skref: Ályktun um Hverfisvernd, Málefnahópar, Fjórblöðungur, Málþing um skipulag í Miðborg, Viðhorfskönnun, Samanburðarvinna (t.d. hvaða reglur fylgja því að búa í miðborg Kaupmannahafnar).

Fríða segir að með hverri íbúð sem keypt er í Berlín, fylgi bók sem fjallar um skyldur borgaryfirvalda gagnvart íbúa íþessari íbúð. Þetta er gert til að koma í veg fyrir brask. Borgin tryggir að íbúarnir hafi efni á að búa í borginni. Borgin hefur ekki leyfi til að skerða lífsgæði íbúanna. Getur enginn laumað sér inn í hverfi með rekstur sem breytir lífsgæðum þeirra sem fyrir búa. Á að vera leikvöllur í hverri einustu blokk. Börn eru semsagt viðurkenndir íbúar. Tímarammi á allt og ef ekki gengur eftir ber borginni að borga sínum borgurum skaðabætur.

Búa til langtímamarkmið, skammtímamarkmið, stefnumótandi markmið (óræð), Finna spurningar til að kynnast viðhorfum íbúanna í Miðborg. Íbúasamtök geta gert kröfur um að ekki sé gengið á rétt íbúanna, vitandi vits.

Fá Hjörleif Stefánsson á fund til okkar til að kynna okkur nefndarstarf.

Fundi slitið kl: 19.11.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Skólavörðustígnum um 1900. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is