ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 7. janúar 2020

Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar 7. janúar 2020 kl. 20.00 í Spennistöðinni.

Mætt: Benóný Ægisson, Einar Thorlacius, Guðrún Erla Geirsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Magnús Skúlason og Ragnhildur Zoega.

Dagskrá:

1. Fundur Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða í desember: Ragnhildur mætti í fjarveru formanns, en þar var t.d. rætt um skipulagsmál, farið yfir umsóknir til ráðsins s.b. fundargerð Íbúaráðs 18. des. 2019. Þar sem fundir Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða eru opnir almenningi var ákveðið að kynna þá á fésbókarsíðu Íbúasamtakanna og hvetja íbúa til að mæta. Ákveðið að á næsta fundi Íbúaráðs ræði fulltrúi Íbúasamtakanna eftirtöld mál:
A. Íbúar eru orðnir þreyttir á framkvæmdum; stytta þarf framkvæmdatíma og vera í betra samtali við íbúana um framkvæmdir.
B. Lýsingu á Arnarhóli er ábótavannt; úr því þurfi að bæta.
C. Nýja strætókerfið. Aðstöðuleysi á biðstöðum fyrir ferðamenn.
D. Salerni fyrir almenning í borginni.
E. Gangbraut við Hörpu er ekki í lagi.
F. Sorphirðumál.

2. Nýtt leiðakerfi Strætó: Formaður kynnti uppkast að bréfi til stýrihóps Strætó.

3. Skammdegisgleði 11. janúar: Formaður kynnti metnaðafulla dagskrá. Ákveðið að hafa samband við Foreldrafélag Austurbæjarskóla og fara fram á að það kynni gleðina. Þar sem veður eru válind gæti þurft að fresta gleðinni.

4. Starfið framundan: Ákveðið að á febrúarfundi Íbúasamtakanna verði umræðuefnið Næturlífið í Miðborginni.

5. Þorrablót Vals: Formaður segir frá að Valur hafi haft samband um að vera í samstarfi við Íbúasamtökin vegna Þorrablóts Vals. Ákveðið að kynna blótið á Fb-síðu Íbúasamtakanna.

Fundi slitið kl 21.35

Guðrún Erla Geirsdóttir

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is