ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 1. október 2019

Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar 1. október kl. 20.00 í Spennistöðinni.

Mætt: Benóný Ægisson, Einar Thorlacius, Guðrún Erla Geirsdóttir, Ragnhildur Zoega og Vilborg Halldórsdóttir.

Dagskrá:

1. Aðalfundur Íbúasamtakanna verður fimmtudaginn 17. október kl 20: Fundarstjóri Einar Thorlacius. Rætt um að fá gest til að vera með stutta tölu - formaður tekur að sér að því fá íbúa til að fjalla um upplifun sína af því að búa í hverfinu.

2. Málþing um umferðarmál 12. október kl 13 - 15: Þorsteinn samgöngustjóri og fulltrúi frá Strætó hafa boðað komu sína. Ákveðið að fá einnnig fulltrúa íbúa og til að taka þátt í pallborði.

3. Málþing um verslun og þjónustu 9. nóvember: Rætt um að vera með hugflæði um aukna þjónustu við íbúa - hvað íbúar telji að þurfi að bæta og hvernig sé hægt að vinna að því.

4. Kynning á Íbúasamtökum Miðborgar í hverfisblaði: Formaður kynnir innihald blaðsins, sem verður borið út á morgun.

5. Íbúaráð: Framhaldsumræða frá síðasta fundi. Ákveðið að bíða átekta og sjá til hver verði viðbrögð borgarinnar við mótmælum stjórnar vegna þess að ekki er tryggt að Íbúasamtök Miðborgar eigi fastan fulltrúa í ráðinu.

6. Frakkastígsreitur (Vatnsstígur) - deiliskipulagsbreyting: Formaður tekur að sér að fylgja málinu eftir, þ.e. mótmælum við nútímalegu húsi í stað gamals friðaðs timburhúss og að íbúar telji að fyrirhuguð uppbygging sé of mikil/þétt fyrir reitinn.

7. Ferðamálastefna Reykjavíkur: Formaður tekur að sér að koma á framfæri við borgina athugasemdum stjórnar - sem lúta að því að tryggt verði reglulegt samráð við stjórn Íbúasamtaka Miðborgarinnar - enda mæðir aukning ferðamanna mest á því hverfi borgarinnar.

Fundi slitið kl. 21.40

Guðrún Erla Geirsdóttir

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is