ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 24. maí 2012

Haldinn að Klapparstíg 1a. kl. 17:30

Mættir: Magnús, Bergþóra Halla, Benóný, Guðrún, Friða, Sigurður, Ingvar, Stefán og Hlín sem ritar fundargerð.

1 - Farið yfir tillögur sem unnin var af kráareigendum og lögreglu og sem kynnt var á fundi starfshóps um öruggari miðborg þann 19. apríl. íbúasamtökin eiga sæti í þessum starfshóp og kom á óvart að tillaga væri lögð fram í nafni þessara aðila. Magnús hafði því samband við Stefán yfirlögreglustjóra til þess að spyrjast fyrir um málið. Kannaðist Stefán ekki við neitt og hafði ekkert heyrt um tillöguna. Magnús hringdi þá í Svövu (sem situr fundi starfshópsins fyrir hönd lögreglunnar) og vildi hún lítið segja, annað en það, að þetta væri óformleg tillaga kráareigenda og lögreglu.

2 - Stjórn semur drög að svari við tillögu kráreigenda og lögreglu. Tillaga kráareigenda um að lengja opnunartíma á fimmtudögum um hálftíma er ekki hægt að taka til meðferðar. Ekki hægt að taka afstöðu til breytinga á reglum sem ekki er farið eftir. Liður 7, í tillögunni um niðurfellingu áfengisgjalda nýtur engrar samúðar hjá stjórn, þ.e. áfegisgjöldin eru allstaðar þau sömu. Álagningin er hinsvegar í höndum kráareigenda. Varðandi miðborgargæslu eða aukna gæslu við skemmtistaði þá er það mat stjórnar að kráareigendur eigi að bera þann kostnað en ekki varpa honum yfir á borgara.

Rætt um að senda Svövu, persónulega, bréf og óska eftir nánar svörum.

Fundi slitið kl. 18:30

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is