ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 10.sept. 2013

Haldinn á Bergþórugötu 4 kl. 17:30

Mættir eru: Sverrir, Guðrun, Bergþóra Halla, Benóný, Magnús, Þórgnýr og Hlín sem ritar fundargerð.

Mál á dagskrá:

1- Nábýlisréttur - Sigurður Helgi Guðjónsson ætlaði að koma á fund Íbúasamtakanna til að ræða nábýlisrétt. Hann boðaði forföll vegna veikinda en mun koma síðar á fund hjá samtökunum.

2- Umboðsmaður borgarbúa - Svar og málsmeðferð frá umboðsmanni borgara. Farið yfir bréf sem umboðsmaður sendi Bílastæðisnefnd. Bílastæðisnefnd hefur óskað eftir hálfs mánaðar fresti til að svara spurningum umboðsmanns borgara.

3- Deiliskipulag Landssímareits, málsmeðferð.

4- Veitingahúsarekstur Skólavörðustíg 40. Formaður segir frá bréfi og undirskriftasöfnun sem íbúar á Lokastígsreit skrifuðu til að mótmæla fyrirhuguðum veitingarekstri á Skólavörðustíg 40. Var erindinu komið til Byggingafulltrúa, Heilbrigðiseftirlits, Lögreglustlóra og Borgarráðs.

5- Aðalskipulag, skila áliti fyrir 20. sept.

6- Farið yfir svar frá Minjanefnd vegna fyrirspurnar frá Íbúasamtökunum varðandi starfseglur varðandi verndun og afverndun gamalla húsa.

7- Njálsgata 33, frágangur á lóð. Sverrir segir frá fundi með íbúum nærliggjandi húsa og óánægju með breytt deiliskipulag. Við nánari skoðun eru teikningar stórgallaðar.

Ekki voru fleiri mál á dagskrá og fundi slitið kl. 19:00

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is